Greiðsla æfingagjalda

Skráningar- og greiðslukerfið Nóri 

Æfingagjöld eru innheimt í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en kerfið er einnig notað til að halda utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og fleira svo mjög mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir inn í kerfið.

Einungis er hægt að greiða gjöldin með greiðslukorti í Nóra. Ef óskað er eftir að ganga frá greiðslu með öðrum hætti skal hafa samband við .(JavaScript must be enabled to view this email address)

Æfingagjöldin miðast við allt tímabilið sem tekið er fram í Nóra, ef iðkandi byrjar æfingar á miðju tímabili skal senda póst á .(JavaScript must be enabled to view this email address) með upplýsingum um hvenær æfingar hófust.

Leiðbeiningar vegna skráningar iðkenda og ráðstöfun frístundastyrks Kópavogsbæjar (á pdf formi).

Nánari upplýsingar