Um deildina

Karatedeild Breiðabliks, sem stofnuð var árið 1984 er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, í glæsilegu íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi. Öll aðstaða er fyrsta flokks. Við æfum í sérhönnuðum, björtum karatesal. Gólf salarins er með sérstöku undirlagi sem hentar einstaklega vel fyrir þessa íþrótt. Við höfum einnig aðgang að tækjasal og eftir æfingar er gott að slaka á í heita pottinum og gufubaðinu.

Iðkendur eru nú um 250 af báðum kynjum og á ýmsum aldri. Yngstu iðkendur okkar eru 6 ára en þeir elstu eru rúmlega fimmtugir. Í karate gerum við ekki greinarmun á kynjunum. Allir æfa saman en skipt er í flokka eftir aldri og hversu langt iðkendurnir eru komnir í íþróttinni.
 
Tölvupóstur sendist á .(JavaScript must be enabled to view this email address)
 
Formaður, Agnar Birkir Helgason er með síma 843-4318