Gott að vita

Hlutverk umsjónarmanna

 • Eru fulltrúar flokksins í unglingaráði körfuknattleiksdeildar. Fundir eftir þörfum en ágætis miðvið að funda á tveggja vikna fresti í eina til eina og hálfa klst.
 • Eru tengiliðir flokksins við stjórn og unglingaráð.
 • Safna saman netföngum foreldra/forráðamanna.
 • Koma nauðsynlegum upplýsingum um flokkinn á heimasíðuna.
 • Ef þörf krefur; reka á eftir þjálfara að setja á heimasíðu skýrslur um leiki, myndir o.s.frv.
 • Innheimta æfingagjöld fyrir flokkinn.
 • Kynna sér dagsetningar á fjölliðamótum á kki.is og láta foreldra vita. Dagsetingar eru ákveðnar í september ár hvert fyrir allt keppnistímabilið.
 • Þegar nær dregur þarf að kynna sér staðsetningar og tímasetningar á fjölliðamótum og láta aðra foreldra vita. Hvar, hvenær, kostnaður, gisting, akstur, rúta/einkabílar, rúta með öðrum félögum, útbúnaður s.s. dýnur, svefnpokar, matur ofl.
 • Vera þjálfara til aðstoðar varðandi fjölliðamót. Skipuleggja fararstjórn ef ferðast er út á land.
 • Sjá um einn viðburð fyrir áramót og einn viðburð eftir áramót sem tengist ekki endilega körfuknattleik en er félagslega styrkjandi fyrir hópinn. Bíóferð, keila, pizzakvöld og vídeó t.d. gamlir NBA leikir er alltaf afar vinsælt. Gisting í Smáranum, körfubolti fram á rauða nótt, nammi ofl.
 • Annað sem umsjónarmönnum dettur í hug. Allar hugmyndir þarf að kynna í unglingaráði til að fleiri geti nýtt sér þær síðar.
 • Kanna áhuga og skipuleggja ferð á Unglingalandsmót á sumrin. Er afar skemmtilegt og félagslega gefandi fyrir börn og foreldra.
 • Kanna áhuga á utanlandsferð fyrir flokkinn. Unglingaráð á eftir að móta stefnu í utanlandsferðum yngri flokka. Hverjir fara, hvort, hvenær, hvert osfrv.
 • Virkja foreldra í starfið, undirbúa arftaka.

Hlutverk unglingaráðs

 • Boða til fundar og funda með foreldrum yngri flokka og fá a.m..k. 2 umsjónarmenn úr hverjum flokki sem mynda svo unglingaráð.
 • Huga að hve mörg lið eigi að senda og upplýsa um kostnað og ferðir.
 • Tengiliður við yfirþjálfara og yngri flokka þjálfara
 • Skipulag á búningamálum yngri flokka
 • Skipulag fjölliðamóta sem Breiðablik heldur.
 • Undirbúa húsið, manna ritaraborð og dómgæslu.
 • Mögulegar fjáraflanir í tengslum við fjölliðamót s.s. kaffisala og sjoppa
 • Póst-mótið sem haldið er síðustu helgina í janúar ár hvert. Skipulag og undirbúningur með stjórn.
 • Sjá til þess að upplýsingastreymi á heimasíðu sé eins mikið og mögulegt er,
 • Umsjón með lokahófi yngri flokka í apríl ár hvert.
 • Önnur tilfallandi verkefni sem upp kunna að koma.