Æfingatafla: Kraftlyftingar

Æfingatímar í „Camelot”.

Kraftlyftingaþjálfunarstöð kraftlyftingadeildar, „Camelot”, er staðsett  í syðri enda hinnar Nýju stúku Kópavogsvallar.

Sjá og að neðan „Reglur umgang í Camelot o.fl." (neðangr.)

ÆFINGATÍMAR Í CAMELOT:

Mánudaga til föstudaga: kl. 13.30.00 – 20.00.

Laugardagar: kl. 10.30-14.30.

Sunnudaga (lokað)

Komi til þess af einhverjum ástæðum að Camelot þarf að loka á ofangreindum æfingatímum Kraftlyftingadeildar verða félagar deildarinnar að leita eftir því að æfa í takmarkaðri æfingaaðstöðu í þrekherbergjum í Smáranum („Bráðabirgðaaðstaða") eftir því sem unnt er - og í samræmi við tímatöflur.


NB! Hér ber að minna á „utan-keppnis lyfjapróf og lyfjaeftirlit" International Powerlifting Federation sem og Lyfjaeftirlits ÍSÍ þar sem fulltrúar Lyfjaeftirlits IPF sem og Lyfjaeftirlits ÍSÍ mæta í Camelot eða Bráðabirgðaaðstöðu og óska eftir því að viðstaddir gangist undir lyfjapróf og lyfjaeftirlit þegar í stað.

Reglur um umgang um Camelot o.fl.

Þeir félagar Kraftlyftingadeildar sem og annarra deilda Breiðabliks, Ungmennafélags, og þeir aðrir skráðir félagsmenn í kraftlyftingafélögum sem eru aðildarfélög Kraftlyftingasambands Íslands og þar með ÍSÍ og þegar við á UMFÍ er hafa æfingaleyfi til æfinga í Camelot (þegar við á í „Bráðabirgðaaðstöðu") ber að virða þær reglur sem gilda um framgöngu, umgengni og frágang kraftlyftingaæfingasalar og annarrar aðstöðu þ.m.t. frágangur kraftlyftingastangna, lóða og annarra kraftþjálfunartækja sem og sérstaklega reglna um hreinlæti og þrif o.fl.

Stjórn Kraftlyftingadeildar áskilur sér rétt til að setja frekari reglur um framgöngu, umgengni, frágang, þrif o.fl. varðandi Camelot.

 

Stjórn Kraftlyftingadeildar Breiðabliks